S02E81 | Öndunin öflugasta verkfærið í batanum
7. desember 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Teddi Smith er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er öndunar- og svettleiðbeinandi, Íslandsmeistari í ísbaði og hefur magnaða sögu að segja. Líf hans hefur sannarlega ekki alltaf verið dans á rósum en Teddi glímdi við fíknisjúkdóminn í langan tíma og var inn og út úr meðferðum frá unga aldri. Undir lokin má segja að hann hafi verið orðinn einn af góðkunningjum lögreglunnar enda reglulegur gestur í fangageymslum þeirra. Það breyttist þó allt í hans síðustu afplánun þegar hann hóf að stunda hugleiðslu, öndun og svett undir leiðsögn góðra manna sem hafa í áraraðir verið að fara sem sjálfboðaliðar með andlegan stuðning inn í fangelsin. Bataakademían bjargaði lífi Tedda og nú er hann sjálfur farinn að leiðbeina og aðstoða stráka sem misst hafa fókus sinn í lífinu. Teddi stofnaði líka félagið Dharmabreath og kennir námskeið í heildrænni öndun við símenntun Háskólans á Akureyri.
S02E81 | Öndunin öflugasta verkfærið í batanum
7. desember 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Teddi Smith er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er öndunar- og svettleiðbeinandi, Íslandsmeistari í ísbaði og hefur magnaða sögu að segja. Líf hans hefur sannarlega ekki alltaf verið dans á rósum en Teddi glímdi við fíknisjúkdóminn í langan tíma og var inn og út úr meðferðum frá unga aldri. Undir lokin má segja að hann hafi verið orðinn einn af góðkunningjum lögreglunnar enda reglulegur gestur í fangageymslum þeirra. Það breyttist þó allt í hans síðustu afplánun þegar hann hóf að stunda hugleiðslu, öndun og svett undir leiðsögn góðra manna sem hafa í áraraðir verið að fara sem sjálfboðaliðar með andlegan stuðning inn í fangelsin. Bataakademían bjargaði lífi Tedda og nú er hann sjálfur farinn að leiðbeina og aðstoða stráka sem misst hafa fókus sinn í lífinu. Teddi stofnaði líka félagið Dharmabreath og kennir námskeið í heildrænni öndun við símenntun Háskólans á Akureyri.