Skilmálar

Þessir áskriftarskilmálar eru á milli Brotkast ehf. (kennitala: 4211220160) og áskrifenda með greidda áskrift fyrir lokað efni á vefsíðunni brotkast.is ásamt smáforitum (apps) sem tengjast henni.

Áskriftin veitir áskrifanda aðgang að öllu myndbanda og hljóð efni sem vistað er á brotkast.is ásamt smáforritum sem fellur undir þá áskriftarleið sem áskrifandi valdi.

Áskriftin er til einkanota. Óheimilt er að afrita eða endurbirta efnið á hvaða formi sem er. Brotkast ehf. áskilur sér rétt til að sækja bætur vegna tjóns sem þá getur leitt af sér.

Áskrifandi getur sagt upp áskrift sinni á mínar síður notanda á brotkast.is. Uppsögnin tekur gildi strax en áskrifandi hefur aðgang að því efni sem fellur undir áskriftarleið hans þar til áskriftartímabilið rennur út.

Áskriftargjald hvers mánaðar eða árs er skuldfært af korti áskrifanda í samræmi við áskriftarleið hans. Áskriftargjald getur tekið breytingum en verður tilkynnt áskrifendum með a.m.k. 30 daga fyrirvara. Takist ekki að skuldfæra kort við endurnýjun fellur áskriftin niður.

Brotkast ehf. áskilur sér rétt til að breyta þessum áskriftar skilmálum sínum án fyrirvara.

Brotkast ehf. ber ekki ábyrgð á tjóni eða truflana á þjónustu sem rekja má til óviðráðanlegra ytri atvika, (Force Majeure). Hugtakið „óviðráðanleg ytri atvik“ á við um t.d. stríð, stríðsástand eða sambærilegt ástand, náttúruhamfarir s.s jarðskjálfta, eldgos, flóð, eld, bruna og aðra náttúrulega viðburði sem Brotkast ehf. hefur hvorki valdið eða haft áhrif á, svo sem verkföll starfsmanna Brotkast ehf. eða verktaka á vegum Brotkast ehf., farsóttir eða ástand vegna sjúkdóma sem hindra efndir. Ekki er hér um tæmandi talningu að ræða. Þá ber Brotkast ehf. ekki ábyrgð á gögnum viðskiptavinar sem kunna að hafa glatast vegna fyrrgreindra ástæðna. Telji Brotkast ehf. vera uppi aðstæður sem falli undir „óviðráðanleg ytri atvik“ og ætla má að hafi veruleg áhrif á getu til efnda, mun Brotkast ehf. tilkynna slíkt til viðskiptavina sinna eftir bestu getu.

Komi upp ágreiningur um innihald áskriftarskilmála þessara skulu aðilar leitast við að leysa hann sín á milli með heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi. Náist ekki að leysa ágreininginn skal málið borið undir Héraðsdóm Reykjavíkur til úrlausnar eftir ákvæðum laga um meðferð einkamála, nr. 19/1991.

Að öðru leyti er vísað til viðeigandi laga, svo sem t.d. laga um neytendasamninga, nr. 16/2016, laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002, laga um samninga, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, sem og annarra viðeigandi laga og reglna.

Scroll to Top