S02E56 | Brottflutningar á óæskilegum ríkisborgurum í Evrópu gætu verið skynsamlegir

19. september 2024 -

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emirítus í stjórnmálafræði, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Í þessu viðtali ræðir hann meðal annars um bandarísku forsetakosningarnar og þá miklu gerjun sem er að eiga sér stað í evrópskum stjórnmálum um þessar mundir. Hannes segir almenning í Evrópu vera farinn að upplifa að stjórnmálastéttin hlusti ekki lengur á vilja meirihlutans sem leiði til fylgisaukningar á lýðhyllisflokkum og að fjölmiðlar eigi til að rangtúlka niðurstöður slíkra kosninga í anda vinstri sinnaðrar rétttrúnaðarstefnu. Hann segir ljóst að stór hluti kjósenda vilji ekki meiri straum innflytjenda frá svæðum sem eru menningarlega mikið ólík því sem tíðkast á Vesturlöndum. Hannes viðrar hugmyndir um að óæskilegum hópum, jafnvel þó þeir séu komnir með ríkisborgararétt í Evrópu, verði gert að færa sig aftur til upprunalanda sinna og bendir á að hægt væri að bjóða fyrir það ákveðið verð til að tryggja að ekki verði farið gegn grundvallarreglum réttarríkisins. Afar áhugavert viðtal.

S02E56 | Brottflutningar á óæskilegum ríkisborgurum í Evrópu gætu verið skynsamlegir

19. september 2024 -

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emirítus í stjórnmálafræði, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Í þessu viðtali ræðir hann meðal annars um bandarísku forsetakosningarnar og þá miklu gerjun sem er að eiga sér stað í evrópskum stjórnmálum um þessar mundir. Hannes segir almenning í Evrópu vera farinn að upplifa að stjórnmálastéttin hlusti ekki lengur á vilja meirihlutans sem leiði til fylgisaukningar á lýðhyllisflokkum og að fjölmiðlar eigi til að rangtúlka niðurstöður slíkra kosninga í anda vinstri sinnaðrar rétttrúnaðarstefnu. Hann segir ljóst að stór hluti kjósenda vilji ekki meiri straum innflytjenda frá svæðum sem eru menningarlega mikið ólík því sem tíðkast á Vesturlöndum. Hannes viðrar hugmyndir um að óæskilegum hópum, jafnvel þó þeir séu komnir með ríkisborgararétt í Evrópu, verði gert að færa sig aftur til upprunalanda sinna og bendir á að hægt væri að bjóða fyrir það ákveðið verð til að tryggja að ekki verði farið gegn grundvallarreglum réttarríkisins. Afar áhugavert viðtal.

S02E74-harmageddon-stilla_1.1.1
S02E74 | Eitthvað mikið að á Íslandi
Hryllilegar fréttir dynja á íslensku þjóðinni og mikilvægt að samfélagið fari í naflaskoðun. Réttast væri að Yasan hin palestínski fengi að vera á...
Stilla
S2E46 | Skólar bregðast þolendum eineltis … eins og alltaf
Karlmaður vikunnar, skóli sem bregst þolanda eineltis, Þorsteinn V að tala um ógeð, HÍ styrkir 27 stelpur en bara 4 stráka og fleira.
S01E03-fullordins-stilla_1.4.1
S01E03 | Fékk kraftana úti í hlöðu í Svarfaðardal 6 ára gamall
Einar Örn Reynisson er gestur okkar í þessum þætti. Hann segir okkur frá lífi sínu, edrúmennskunni og hvernig það var að vera sonur...
S02E73-harmageddon-stilla_1.1.1
S02E73 | Kappræður Trump og Harris frá öðru sjónarhorni
Ósannindi og rangfærslur Kamöllu Harris í kappræðum fyrr í vikunni vekja ekki áhuga íslenskra fjölmiðla. Öfgafrenjur óska eftir stuðningi við mannorðs- og ærumeiðingar...
Scroll to Top