S02E20 | Þarf að skoða pólitíska óvissu um verð bankanna?
19. júní 2025 - Hluthafaspjallið
Skráð sjávarútvegsfyrirtæki hafa orðið fórnarlömb pólitískrar óvissu og markaðsvirði þeirra hefur lækkað um 50 milljarða króna í kjölfar veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Þarf að beita samskonar mati á hlutabréfaverð bankanna? Mun ríkisstjórnin gera breytingar á rekstrarumhverfi þeirra sem geta haft neikvæð eða eftir atvikum jákvæð áhrif á gengi þeirra? Alexander Jensen Hjálmarsson, stofnandi greiningarfyrirtækisins Akkurs, er í Hluthafaspjallinu í dag en hann hefur verðmetið alla skráða banka. Hann telur erfitt að taka tillit til pólitískrar óvissu í gengi þeirra en segir að ekki sé hægt að útiloka breytingar á hinum miklu sköttum sem bankakerfið býr við.
S02E20 | Þarf að skoða pólitíska óvissu um verð bankanna?
19. júní 2025 - Hluthafaspjallið
Skráð sjávarútvegsfyrirtæki hafa orðið fórnarlömb pólitískrar óvissu og markaðsvirði þeirra hefur lækkað um 50 milljarða króna í kjölfar veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Þarf að beita samskonar mati á hlutabréfaverð bankanna? Mun ríkisstjórnin gera breytingar á rekstrarumhverfi þeirra sem geta haft neikvæð eða eftir atvikum jákvæð áhrif á gengi þeirra? Alexander Jensen Hjálmarsson, stofnandi greiningarfyrirtækisins Akkurs, er í Hluthafaspjallinu í dag en hann hefur verðmetið alla skráða banka. Hann telur erfitt að taka tillit til pólitískrar óvissu í gengi þeirra en segir að ekki sé hægt að útiloka breytingar á hinum miklu sköttum sem bankakerfið býr við.

S03E37 | Fréttir um heilsuspillandi rúmdýnur þaggaðar niður
