1400 × 1400@2x (1)

Lífsleikni 2.0 er samansett af Kristjáni Gilbert, Gumma Emil og Kristjáni Þórðarsyni. Þættirnir fjalla um mikilvægasta málefni fyrr og síðar sem er heilsan okkar og hvernig við getum hámarkað hana. Vinirnir eru miklir áhugamenn um heilsu og hafa verið með þráhyggju fyrir þessu málefni í yfir áratug. Farið verður á dýptina um bæði andlega og líkamlega heilsu frá mismunandi sjónarmiðum. Hvaða tæki og tól er hægt að nýta sér í nútíma samfélagi til að bæta heilsuna og lengja lífið. Áskoranir og tilraunir eru gerðar á strákunum með nýjum uppgötvunum, nútíma tækni og mælingum. Hvatningar til hlustenda til að hámarka lífsgæðin sín og gestir eru velkomnir til að ræða mismunandi málefni sem tengjast heilsunni. Málefnin eru matreidd ofan í hlustendur á einfaldan og skiljanlegan máta, á léttum og skemmtilegum nótum.

Fyrirvari:
Velkomin í Lífsleikni 2.0! Við viljum taka það fram að allt sem að kemur fram í þessum þætti er byggt á okkar eigin upplifunum og hvernig við túlkum vísindin. Við erum ekki vísindamenn og mælum við með að fólk geri sína eigin rannsóknar vinnu á málefnum þáttarins. Einnig erum við alltaf opnir fyrir ábendingum og leiðréttingum sem eiga við.

S02E01-lifsleikni-stilla_1.2.2

S02E01 | Áhrif ljóss og sólar

Í þættinum ræða þeir félagarnir Gummi Emil, Krissi Þórðar og Kristján Gilbert um ljós og mikilvægi sólar.
S01E04-lifsleikni-stilla_1.2.1

S01E04 | Föstur og sníkjudýr

Í þessum þætti fá þeir Lífsleiknibræður seiðkarlinn, Ívar Orra Ómarsson, til að ræða við sig um ýmiskonar heilsutengd snjallráð sem gott er að...
S01E03-lifsleikni-stilla1_1.2.1

S01E03 | Afhverju er kuldinn mikilvægur

Í þættinum fara þeir Kristján Gilbert, Kristján Þórðar og Gummi Emil yfir það hvernig við getum notað hitasig til að bæta heilsuna.
S01E02-lifsleikni-stilla_1.2.1

S01E02 | Andlegi þátturinn

Lífsleikni 2.0 er samansett af Kristjáni Gilbert, Gumma Emil og Kristjáni Þórðarsyni. Þættirnir fjalla um mikilvægasta málefni fyrr og síðar sem er heilsan...
S01E01-lifsleikni-stilla_1.2.1

S01E01 | Kynning á Lífsleikni 2.0

Í þessum fyrsta þætti fara þeir Gummi Emil, Kristján Gilbert og Krissi Þórðar yfir það sem þeir ætla að fjalla um í þáttunum...
Scroll to Top