S01E68 | Veðsettu foreldra sína og vonuðu það besta

16. nóvember 2023 -

Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi í Gamla Bíó, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Guffi hefur upplifað tímana tvenna en hann er einn af reyndustu mönnum veitingageirans á Íslandi. Hann hefur opnað og rekið ótal marga sögufræga staði og hefur verið meira og minna á sömu kennitölunni í um það bil hálfa öld. Staðir eins og Gaukur á Stöng, Jónatan Livingstone Mávur, Apótekið og Gamla Bíó eru bara lítill hluti af því sem Guffi hefur sýslað í gegnum tíðina. Hér stiklar hann á stóru af ferli sínum og segir meðal annars frá hvernig menn blönduðu hið sögufræga bjórlíki sem var gríðarlega vinsælt á meðan bjórinn var bannaður hér á landi. Guffi byrjaði með tvær hendur tómar og þurfti að veðsetja móður sína til að koma ferlinum af stað en dugnaður og gott hugmyndaflug tryggði honum farsæld í starfi og síðan eru liðin öll þessi ár.

S01E68 | Veðsettu foreldra sína og vonuðu það besta

16. nóvember 2023 -

Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi í Gamla Bíó, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Guffi hefur upplifað tímana tvenna en hann er einn af reyndustu mönnum veitingageirans á Íslandi. Hann hefur opnað og rekið ótal marga sögufræga staði og hefur verið meira og minna á sömu kennitölunni í um það bil hálfa öld. Staðir eins og Gaukur á Stöng, Jónatan Livingstone Mávur, Apótekið og Gamla Bíó eru bara lítill hluti af því sem Guffi hefur sýslað í gegnum tíðina. Hér stiklar hann á stóru af ferli sínum og segir meðal annars frá hvernig menn blönduðu hið sögufræga bjórlíki sem var gríðarlega vinsælt á meðan bjórinn var bannaður hér á landi. Guffi byrjaði með tvær hendur tómar og þurfti að veðsetja móður sína til að koma ferlinum af stað en dugnaður og gott hugmyndaflug tryggði honum farsæld í starfi og síðan eru liðin öll þessi ár.

S01E74-Spjallid-Dilja-Still_1.5.1
S01E74 | Stjórnmálaflokkarnir hafa verið ríkisvæddir
Diljá Mist Einarsdóttir er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún hefur nú lagt fram frumvarp sem mælir fyrir um lækkun á styrkjum...
S01E73-Spjallid-ÓskarLogi-Still_1.4.1
S01E73 | Vill ekki brenna kertið báðum megin
Óskar Logi Ágústsson, gítarleikari og söngvari Vintage Caravan, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hljómsveit hans hefur notið gríðarlegrar velgengni á undanförnum...
S01E95-gotustrakar-stilla_1.4.1
S01E95 | Gummi Kíró
Fræðandi og skemmtilegt spjall við Gumma. Tískan, kíro, lykt og með því. Heitt eða kalt, hvort myndirðu frekar og spurningar frá hlustendum.
860-minskodun-stilla_1.5.1
#860 | Magnús Ragnarsson hjá Símanum vandar Samkeppniseftirlitinu ekki kveðjurnar
Það er nóg um að vera í þætti dagsins. Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum er í viðtali í dag og þar förum við...
Scroll to Top