S01E70 | „Vantar í þig alla mannúð Brynjar?“

25. nóvember 2023 -

Brynjar Níelsson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld nái betri tökum á útlendingamálum. Hann telur kerfið þurfa virka þannig að þeir sem vilji sækja um hæli geri það áður en þeir komi til landsins. Þannig að íslenskir skattgreiðendur þurfi ekki að bera kostnað af þeim sem sannarlega eigi ekki rétt á alþjóðlegri vernd. Í þessu viðtali ræðir hann um fylgi Sjálfstæðisflokksins og hvað hann telji flokkinn þurfa að gera til að bregðast við því. Hann vill að forysta flokksins skýri stefnu flokksins betur og tali fyrir henni. Að talað sé fyrir velferð með öflugu atvinnulífi en ekki öflugu ríkisvaldi. Hann segir mikilvægustu verkefni stjórnvalda um þessar mundir vera að ná tökum á efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Hann segir alltof mikinn rétttrúnað ríkja í orkumálum þjóðarinnar sem komi beint niður á hagsmunum landsmanna. Brynjar segir ofstækisfólk á vinstrivængnum hafa fundið sér nýjan farveg í rétttrúnaðinum eftir að kommúnisminn hrundi og það fólk kalli nú þá efnhagslega hægristefnu sem skapaði velsæld vesturlanda popúlisma og ofstæki. Brynjar talar um nauðsyn þess að samstaða náist í glímunni við verðbólguna, segir stjórnvöld þurfa að draga úr útgjöldum og álögum á meðan verkalýðshreyfingin sýni hófstillingu í launakröfum. Hann segir mikið reyna nú á varaformann flokksins, Þórdísi Kolbrúnu, og segir hana mjög líklega til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Að því gefnu að henni takist að sína leiðtogahæfileka sína í fjármálaráðuneytinu á næstu mánuðum þegar þjóðin gengur í gegnum ólgusjó vaxta, verðbólgu og kjaraviðræðna.

S01E70 | „Vantar í þig alla mannúð Brynjar?“

25. nóvember 2023 -

Brynjar Níelsson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld nái betri tökum á útlendingamálum. Hann telur kerfið þurfa virka þannig að þeir sem vilji sækja um hæli geri það áður en þeir komi til landsins. Þannig að íslenskir skattgreiðendur þurfi ekki að bera kostnað af þeim sem sannarlega eigi ekki rétt á alþjóðlegri vernd. Í þessu viðtali ræðir hann um fylgi Sjálfstæðisflokksins og hvað hann telji flokkinn þurfa að gera til að bregðast við því. Hann vill að forysta flokksins skýri stefnu flokksins betur og tali fyrir henni. Að talað sé fyrir velferð með öflugu atvinnulífi en ekki öflugu ríkisvaldi. Hann segir mikilvægustu verkefni stjórnvalda um þessar mundir vera að ná tökum á efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Hann segir alltof mikinn rétttrúnað ríkja í orkumálum þjóðarinnar sem komi beint niður á hagsmunum landsmanna. Brynjar segir ofstækisfólk á vinstrivængnum hafa fundið sér nýjan farveg í rétttrúnaðinum eftir að kommúnisminn hrundi og það fólk kalli nú þá efnhagslega hægristefnu sem skapaði velsæld vesturlanda popúlisma og ofstæki. Brynjar talar um nauðsyn þess að samstaða náist í glímunni við verðbólguna, segir stjórnvöld þurfa að draga úr útgjöldum og álögum á meðan verkalýðshreyfingin sýni hófstillingu í launakröfum. Hann segir mikið reyna nú á varaformann flokksins, Þórdísi Kolbrúnu, og segir hana mjög líklega til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Að því gefnu að henni takist að sína leiðtogahæfileka sína í fjármálaráðuneytinu á næstu mánuðum þegar þjóðin gengur í gegnum ólgusjó vaxta, verðbólgu og kjaraviðræðna.

S02E71-harmageddon-stilla_1.3.1
S02E71 | Útlendingahatur á sterum
Einkennilegar sögusagnir ganga manna á milli um hnífstunguárásina á Menninganótt. Álitsgjafar RÚV eiga erfitt með að leyna hlutdrægni sinni og Háskóli Íslands reynir...
S01E28-blekadir-stilla_1.2.4
S01E28 | Odee
Í þættinum ræða þeir Dagur og Óli við listamanninn Odd Eystein Friðriksson, betur þekktan sem Odee. Á undanförnum árum hefur Odee valdið miklum...
S02EXX-Spjallid-KristjanGunnars-Still1_1.13.1
S02E54 | Gjörunnin matvæli og sykur mesti skaðvaldurinn
Kristján Þór Gunnarsson læknir er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann ræðir hér um áunna lífstílssjúkdóma sem eru eitt fyrirferðamesta heilbrigðisvandamál Vesturlanda....
S02E70-harmageddon-stilla_1.1.1
S02E70 | Karlmaður slær út blindar stúlkur á ólympíuleikum fatlaðra
Hnífsstunguárásir eru ekki afsprengi eitraðarar karlmennsku heldur miklu frekar vegna skorts á karlmennsku og föðurímyndum. Umboðsmaður Alþingis veltir tímabærum vöngum yfir inngripi stjórnvalda...
Scroll to Top