S01E70 | „Vantar í þig alla mannúð Brynjar?“

25. nóvember 2023 -

Brynjar Níelsson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld nái betri tökum á útlendingamálum. Hann telur kerfið þurfa virka þannig að þeir sem vilji sækja um hæli geri það áður en þeir komi til landsins. Þannig að íslenskir skattgreiðendur þurfi ekki að bera kostnað af þeim sem sannarlega eigi ekki rétt á alþjóðlegri vernd. Í þessu viðtali ræðir hann um fylgi Sjálfstæðisflokksins og hvað hann telji flokkinn þurfa að gera til að bregðast við því. Hann vill að forysta flokksins skýri stefnu flokksins betur og tali fyrir henni. Að talað sé fyrir velferð með öflugu atvinnulífi en ekki öflugu ríkisvaldi. Hann segir mikilvægustu verkefni stjórnvalda um þessar mundir vera að ná tökum á efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Hann segir alltof mikinn rétttrúnað ríkja í orkumálum þjóðarinnar sem komi beint niður á hagsmunum landsmanna. Brynjar segir ofstækisfólk á vinstrivængnum hafa fundið sér nýjan farveg í rétttrúnaðinum eftir að kommúnisminn hrundi og það fólk kalli nú þá efnhagslega hægristefnu sem skapaði velsæld vesturlanda popúlisma og ofstæki. Brynjar talar um nauðsyn þess að samstaða náist í glímunni við verðbólguna, segir stjórnvöld þurfa að draga úr útgjöldum og álögum á meðan verkalýðshreyfingin sýni hófstillingu í launakröfum. Hann segir mikið reyna nú á varaformann flokksins, Þórdísi Kolbrúnu, og segir hana mjög líklega til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Að því gefnu að henni takist að sína leiðtogahæfileka sína í fjármálaráðuneytinu á næstu mánuðum þegar þjóðin gengur í gegnum ólgusjó vaxta, verðbólgu og kjaraviðræðna.

S01E70 | „Vantar í þig alla mannúð Brynjar?“

25. nóvember 2023 -

Brynjar Níelsson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld nái betri tökum á útlendingamálum. Hann telur kerfið þurfa virka þannig að þeir sem vilji sækja um hæli geri það áður en þeir komi til landsins. Þannig að íslenskir skattgreiðendur þurfi ekki að bera kostnað af þeim sem sannarlega eigi ekki rétt á alþjóðlegri vernd. Í þessu viðtali ræðir hann um fylgi Sjálfstæðisflokksins og hvað hann telji flokkinn þurfa að gera til að bregðast við því. Hann vill að forysta flokksins skýri stefnu flokksins betur og tali fyrir henni. Að talað sé fyrir velferð með öflugu atvinnulífi en ekki öflugu ríkisvaldi. Hann segir mikilvægustu verkefni stjórnvalda um þessar mundir vera að ná tökum á efnahagsmálum, orkumálum og útlendingamálum. Hann segir alltof mikinn rétttrúnað ríkja í orkumálum þjóðarinnar sem komi beint niður á hagsmunum landsmanna. Brynjar segir ofstækisfólk á vinstrivængnum hafa fundið sér nýjan farveg í rétttrúnaðinum eftir að kommúnisminn hrundi og það fólk kalli nú þá efnhagslega hægristefnu sem skapaði velsæld vesturlanda popúlisma og ofstæki. Brynjar talar um nauðsyn þess að samstaða náist í glímunni við verðbólguna, segir stjórnvöld þurfa að draga úr útgjöldum og álögum á meðan verkalýðshreyfingin sýni hófstillingu í launakröfum. Hann segir mikið reyna nú á varaformann flokksins, Þórdísi Kolbrúnu, og segir hana mjög líklega til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Að því gefnu að henni takist að sína leiðtogahæfileka sína í fjármálaráðuneytinu á næstu mánuðum þegar þjóðin gengur í gegnum ólgusjó vaxta, verðbólgu og kjaraviðræðna.

S02E06-blekadir-stilla_1.3.3
S02E06 | „Aldrei tekið brjálað magn af sveppum“
Í þættinum fara þeir Dagur og Óli um víðan völl að vanda. Morgunrútína, nammitips, orkudrykkir og sveppaneysla koma við sögu í þættinum sem...
S03E30-harmageddon-stilla_2.1.1
S03E30 | Hættuleg sorpblaðamennska
Það er gríðarlega miklvægt að fólk lesi fjölmiðla með gagnrýnum hætti og enn mikilvægara að blaðamenn kanni heimildir sínar vel áður en byggðar...
S03E21-Spjallid-Brynjar-Still1_1.1.1
S03E21 | Embætti samskiptaráðgjafa verði lagt niður
Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Brynjar hefur lengi staðið í stappi við íþróttahreyfinguna. Nú hefur samskiptaráðgjafi íþrótta- og...
S03E29-Harmageddon-Still1_2.1.1
S03E29 | Sósíalistar stilltir á sjálfstortímingu
Það gat engin séð það fyrir að hreyfing sósíalista á Íslandi myndi fara éta sjálfa sig upp að innan þegar hún tryggði sér...
Scroll to Top
Persónuverndaryfirlit

Vafrakökur á brotkast.is
Brotkast.is notar vafrakökur á vefsvæði sínum til þess að bæta upplifun notenda og eðlilega virkni á vefnum. Vafrakökur eru notaðar í ýmsum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsvæða, tryggja gæði efnis sem þar er að finna og til þess að halda utanum tölfræði um notkun vefsvæðis og greiningar byggðar á þeim.

Hvernig get ég stjórnað vafrakökum?
Hægt er að slökkva á vafrakökum með því að fylgja leiðbeiningum sem koma upp á forsíðu. Einnig er hægt að stjórna vafrakökum með því að breyta stillingum í vafra (sjá til dæmis aboutcookies.org.uk). Athugaðu að ef þú eyðir öllum vafrakökum eða ef þú kemur í veg fyrir að vefsíður brotkast.is geti notað vafrakökur getur það haft áhrif á upplifun þína af notkun vefsins og ýmsa þá þjónustu sem þar kann að vera boðið upp á.