S01E72 | Börn verða fyrir aðkasti vegna umræðunnar

4. desember 2023 -

Þórdís Björnsdóttir og Orri Guðmundsson eru bændur á Suðurlandi sem eru bæði í blóðmerarhaldi, en það er búgrein sem hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið. Dýraverndunarsinnar hafa að þeirra mati málað upp mjög skakka mynd af búgreininni með því að birta opinberlega samanklippt myndefni sem sýni undantekningartilvik sem eigi alls ekki við um alla blóðmerarbændur. Þau segja greinina vera undir mjög miklu og góðu eftirliti og ekkert sem sýni annað en að skepnurnar þeirra hafi það mjög gott. Umræðan hefur að þeirra mati verið mjög ósanngjörn og óvægin. Þá fullyrða þau að ákveðnir þingmenn á Alþingi hafi farið með ítrekaðar rangfærslur um málið á opinberum vettvangi og furða sig á að slíkt hafi engar afleiðingar. Þórdís og Orri vita bæði um dæmi þess að börn blóðmerabænda hafi orðið fyrir aðkasti og jafnvel þurft að vera flutt á milli skóla vegna eineltis sem komið hefur upp út frá þessari umræðu.

S01E72 | Börn verða fyrir aðkasti vegna umræðunnar

4. desember 2023 -

Þórdís Björnsdóttir og Orri Guðmundsson eru bændur á Suðurlandi sem eru bæði í blóðmerarhaldi, en það er búgrein sem hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið. Dýraverndunarsinnar hafa að þeirra mati málað upp mjög skakka mynd af búgreininni með því að birta opinberlega samanklippt myndefni sem sýni undantekningartilvik sem eigi alls ekki við um alla blóðmerarbændur. Þau segja greinina vera undir mjög miklu og góðu eftirliti og ekkert sem sýni annað en að skepnurnar þeirra hafi það mjög gott. Umræðan hefur að þeirra mati verið mjög ósanngjörn og óvægin. Þá fullyrða þau að ákveðnir þingmenn á Alþingi hafi farið með ítrekaðar rangfærslur um málið á opinberum vettvangi og furða sig á að slíkt hafi engar afleiðingar. Þórdís og Orri vita bæði um dæmi þess að börn blóðmerabænda hafi orðið fyrir aðkasti og jafnvel þurft að vera flutt á milli skóla vegna eineltis sem komið hefur upp út frá þessari umræðu.

S01E38-blekadir-stilla_1.2.17
S01E38 | Krumpað í kúlu
Dagur og Óli fara um víðan völl í dag, ræða um klósettvenjur, hvernig þeir færu að án iPads við að hanna húðflúr, bardaga...
S02E75-Spjallid-Thordis-Still_1.1.1
S02E75 | Húrrandi sóun í kerfinu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún segir of fáa stjórnmálaflokka tala fyrir því að ríkið eigi að...
S02E92-harmageddon-stilla_1.1.1
S02E92 | Lífræðilegar konur koma sterkar inn aftur
Þau undur og stórmerki gerðust um helgina að sís-kynja, lífræðileg kona í kjörþyngd vann titilinn Ungfrú alheimur. Margir telja þetta til marks um...
S01E16-fullordins-stilla_1.2.9
S01E16 | Hausverkurinn hvarf með einni ákvörðun
Hafsteinn Sæmundsson er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Bíóblaður og gaf nýlega út sinn 300. þátt. Hann hefur fengið fjölda gesta til sín og nýtur þess...
Scroll to Top