S02E05 | Andlát mannsins í sprungunni stærsta höggið

15. janúar 2024 -

Jón Gauti Dagbjartsson og Haukur Einarsson eru nýjustu gestir Spjallsins með Frosta Logasyni. Þeir félagar eru Grindvíkingar í húð og hár og lýsa þeir í þessu viðtali hvernig þeir hafa upplifað hina ógnvænlegu atburði sem hafa dunið á bæjarfélaginu síðastliðin misseri. Báðir eru þeir sammála um að stjórnvöld þurfi að gera betur í því að taka utan um fólk sem nánast er á vergangi núna, fólkið sem ekki hefur mikið bakland til að halla sér að og hangir í lausu lofti hvað varðar húsnæði, atvinnu og fleira. Haukur segir helgina hafa verið mjög erfiða og á erfitt með að lýsa þeim tilfinningu sem bærðust innra með honum þegar fjölskylda hans horfði á hraunið flæða yfir bæinn í beinni útsendingu í gær. Gauti segir Grindvíkinga alla finna þó mest til með fjölskyldu utanbæjarmannsins sem hvarf ofan í sprunguna og segir það hafa verið það erfiðasta í þessu öllu. Heilt yfir vilja þeir báðir vera bjartsýnir og vonast til að geta búið áfram í Grindavík en gera sér þó grein fyrir að framtíðin er mjög óljós á þessum tímapunkti og ómögulegt annað en að lifa bara einn dag í einu í þessu.

S02E05 | Andlát mannsins í sprungunni stærsta höggið

15. janúar 2024 -

Jón Gauti Dagbjartsson og Haukur Einarsson eru nýjustu gestir Spjallsins með Frosta Logasyni. Þeir félagar eru Grindvíkingar í húð og hár og lýsa þeir í þessu viðtali hvernig þeir hafa upplifað hina ógnvænlegu atburði sem hafa dunið á bæjarfélaginu síðastliðin misseri. Báðir eru þeir sammála um að stjórnvöld þurfi að gera betur í því að taka utan um fólk sem nánast er á vergangi núna, fólkið sem ekki hefur mikið bakland til að halla sér að og hangir í lausu lofti hvað varðar húsnæði, atvinnu og fleira. Haukur segir helgina hafa verið mjög erfiða og á erfitt með að lýsa þeim tilfinningu sem bærðust innra með honum þegar fjölskylda hans horfði á hraunið flæða yfir bæinn í beinni útsendingu í gær. Gauti segir Grindvíkinga alla finna þó mest til með fjölskyldu utanbæjarmannsins sem hvarf ofan í sprunguna og segir það hafa verið það erfiðasta í þessu öllu. Heilt yfir vilja þeir báðir vera bjartsýnir og vonast til að geta búið áfram í Grindavík en gera sér þó grein fyrir að framtíðin er mjög óljós á þessum tímapunkti og ómögulegt annað en að lifa bara einn dag í einu í þessu.

S02E05-hluthafaspjallid-stilla
S02E05 | Liggur meira á bak við samstarf Íslandsbanka og Skaga?
Íslandsbanki og VÍS skrifuðu undir samstarfssamning á dögunum þar sem viðskiptavinir beggja félaga njóta sérstaks ávinnings af vildarkerfum félaganna. En liggur eitthvað meira...
S02E05-fullordins-stilla_1.2.7
S02E05 | Það væri frábært að vera með atferlisfræðing í hverjum skóla
Atli Magnússon er atferlisfræðingur og framkvæmdastjóri Arnarskóla. Hann hefur starfað í mörg ár með börnum og kom í þáttinn til að deila visku...
S03E09-harmageddon-stilla_1.1.1
S03E09 | Afmælisbomba Harmageddon
Sérstakur hátíðarþáttur í tilefni tveggja ára afmælis Brotkasts. Gestir þáttarins eru Stefán Einar Stefánsson, Hjörvar Hafliðason, Ólöf Skaftadóttir, Gísli Valdórsson, Þórarinn Hjartarson og...
S03E05-Spjallid-Eldur-Still1_1.12.1
S03E05 | Um verndun og öryggi kvenna
Eldur Smári Kristinsson, formaður samtakanna 22 – Hagsmunasamtaka samkynhneigðra, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Eldur hefur verið kærður fyrir tjáningu sína...
Scroll to Top