S02E05 | Andlát mannsins í sprungunni stærsta höggið
15. janúar 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Jón Gauti Dagbjartsson og Haukur Einarsson eru nýjustu gestir Spjallsins með Frosta Logasyni. Þeir félagar eru Grindvíkingar í húð og hár og lýsa þeir í þessu viðtali hvernig þeir hafa upplifað hina ógnvænlegu atburði sem hafa dunið á bæjarfélaginu síðastliðin misseri. Báðir eru þeir sammála um að stjórnvöld þurfi að gera betur í því að taka utan um fólk sem nánast er á vergangi núna, fólkið sem ekki hefur mikið bakland til að halla sér að og hangir í lausu lofti hvað varðar húsnæði, atvinnu og fleira. Haukur segir helgina hafa verið mjög erfiða og á erfitt með að lýsa þeim tilfinningu sem bærðust innra með honum þegar fjölskylda hans horfði á hraunið flæða yfir bæinn í beinni útsendingu í gær. Gauti segir Grindvíkinga alla finna þó mest til með fjölskyldu utanbæjarmannsins sem hvarf ofan í sprunguna og segir það hafa verið það erfiðasta í þessu öllu. Heilt yfir vilja þeir báðir vera bjartsýnir og vonast til að geta búið áfram í Grindavík en gera sér þó grein fyrir að framtíðin er mjög óljós á þessum tímapunkti og ómögulegt annað en að lifa bara einn dag í einu í þessu.
S02E05 | Andlát mannsins í sprungunni stærsta höggið
15. janúar 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Jón Gauti Dagbjartsson og Haukur Einarsson eru nýjustu gestir Spjallsins með Frosta Logasyni. Þeir félagar eru Grindvíkingar í húð og hár og lýsa þeir í þessu viðtali hvernig þeir hafa upplifað hina ógnvænlegu atburði sem hafa dunið á bæjarfélaginu síðastliðin misseri. Báðir eru þeir sammála um að stjórnvöld þurfi að gera betur í því að taka utan um fólk sem nánast er á vergangi núna, fólkið sem ekki hefur mikið bakland til að halla sér að og hangir í lausu lofti hvað varðar húsnæði, atvinnu og fleira. Haukur segir helgina hafa verið mjög erfiða og á erfitt með að lýsa þeim tilfinningu sem bærðust innra með honum þegar fjölskylda hans horfði á hraunið flæða yfir bæinn í beinni útsendingu í gær. Gauti segir Grindvíkinga alla finna þó mest til með fjölskyldu utanbæjarmannsins sem hvarf ofan í sprunguna og segir það hafa verið það erfiðasta í þessu öllu. Heilt yfir vilja þeir báðir vera bjartsýnir og vonast til að geta búið áfram í Grindavík en gera sér þó grein fyrir að framtíðin er mjög óljós á þessum tímapunkti og ómögulegt annað en að lifa bara einn dag í einu í þessu.