S02E16 | Dóttir Bjarna stungin fimm sinnum
29. febrúar 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Bjarni Ákason, viðskiptamaður, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Óhætt er að segja að Bjarni hafi marga fjöruna sopið í íslensku viðskiptalífi en hann er um þessar mundir að ganga frá sölu á fyrirtæki sínu Bakó-Ísberg sem hann keypti árið 2019 eftir að hafa selt Apple umboðið á Íslandi í annað sinn. Á síðasta ári fagnaði Bjarni endalegri niðurstöðu í skattrannsóknarmáli sem tók næstum 15 ár af lífi hans, en hann var á endanum sýknaður af öllum ásökunum sem Bjarni segir að hafi allan tíman verið ein tilefnislaus þvæla. Bjarni þekkir líka raunir vímuefnavandans af eigin raun, en í viðtalinu segir hann frá því hvernig fjölskylda hans hefur þurft að glíma við fíknivanda stjúpsonar Bjarna auk þess sem dóttir hans var á sínum margstungin af þáverandi kærasta sem var í ruglinu.
S02E16 | Dóttir Bjarna stungin fimm sinnum
29. febrúar 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Bjarni Ákason, viðskiptamaður, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Óhætt er að segja að Bjarni hafi marga fjöruna sopið í íslensku viðskiptalífi en hann er um þessar mundir að ganga frá sölu á fyrirtæki sínu Bakó-Ísberg sem hann keypti árið 2019 eftir að hafa selt Apple umboðið á Íslandi í annað sinn. Á síðasta ári fagnaði Bjarni endalegri niðurstöðu í skattrannsóknarmáli sem tók næstum 15 ár af lífi hans, en hann var á endanum sýknaður af öllum ásökunum sem Bjarni segir að hafi allan tíman verið ein tilefnislaus þvæla. Bjarni þekkir líka raunir vímuefnavandans af eigin raun, en í viðtalinu segir hann frá því hvernig fjölskylda hans hefur þurft að glíma við fíknivanda stjúpsonar Bjarna auk þess sem dóttir hans var á sínum margstungin af þáverandi kærasta sem var í ruglinu.