S02E18 | Bitcoin rýkur aftur upp
6. mars 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hér fer hann yfir atburðarás undanfarinna vikna í heimi rafmynta, en Bitcoin náði nú í gær hæstu hæðum á ný. Aðaldrifkraftur þessara hækkana er gríðarlegt innflæði svokallaðra kauphallarsjóða á Wall Street, með eignastýringarfélagið Blackrock fremst í flokki. Sjóðirnir hafa keypt Bitcoin samfellt í tæpa 40 daga fyrir vægast sagt sláandi fjárhæðir. En þá er spurningin, er Bitcoin búið að ná hámarki eða er þetta bara upphafið að því sem koma skal?
S02E18 | Bitcoin rýkur aftur upp
6. mars 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hér fer hann yfir atburðarás undanfarinna vikna í heimi rafmynta, en Bitcoin náði nú í gær hæstu hæðum á ný. Aðaldrifkraftur þessara hækkana er gríðarlegt innflæði svokallaðra kauphallarsjóða á Wall Street, með eignastýringarfélagið Blackrock fremst í flokki. Sjóðirnir hafa keypt Bitcoin samfellt í tæpa 40 daga fyrir vægast sagt sláandi fjárhæðir. En þá er spurningin, er Bitcoin búið að ná hámarki eða er þetta bara upphafið að því sem koma skal?