S02E29 | Forseti sem þjónn almennings í landinu
14. apríl 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún segist hafa fundið í hjarta sínu, eftir að hafa unnið í 29 ár að almannahagsmunum, að nú væri tími til kominn að taka næsta skref og gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún segir forsetann fyrst og síðast eiga vera þjónn almennings í landinu en hún er sjálf, að eigin sögn, gríðarlega samviskusöm, heiðarleg, réttsýn og ósérhlífin. Allt þetta hafi sagt henni að hún þyrfti að bjóða þjóðinni upp á sig sem valkost í komandi forsetakosningum og hingað er hún komin.
S02E29 | Forseti sem þjónn almennings í landinu
14. apríl 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún segist hafa fundið í hjarta sínu, eftir að hafa unnið í 29 ár að almannahagsmunum, að nú væri tími til kominn að taka næsta skref og gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún segir forsetann fyrst og síðast eiga vera þjónn almennings í landinu en hún er sjálf, að eigin sögn, gríðarlega samviskusöm, heiðarleg, réttsýn og ósérhlífin. Allt þetta hafi sagt henni að hún þyrfti að bjóða þjóðinni upp á sig sem valkost í komandi forsetakosningum og hingað er hún komin.