S02E76 | Þurfum að umbuna þeim betur sem vinna með börnum
21. nóvember 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segir allan hinn vestræna heim glíma við áskoranir sem lúta að uppvexti barna í heimi þar sem foreldrar eru í þrotlausu lífsgæðakapphlaupi. Hann bendir þó á að samkvæmt mælingum hafi kvíði og líðan barna verið að batna núna í tvö ár í röð á Íslandi og að einelti sé á undanhaldi. Þá segir hann að aldrei hafi fleiri farið í framhaldsskóla en á undanförnum árum og að framhaldsskólarnir hafi verið að útskrifa þaðan fleiri ungmenni en nokkru sinni fyrr.
S02E76 | Þurfum að umbuna þeim betur sem vinna með börnum
21. nóvember 2024 - Spjallið með Frosta Logasyni
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segir allan hinn vestræna heim glíma við áskoranir sem lúta að uppvexti barna í heimi þar sem foreldrar eru í þrotlausu lífsgæðakapphlaupi. Hann bendir þó á að samkvæmt mælingum hafi kvíði og líðan barna verið að batna núna í tvö ár í röð á Íslandi og að einelti sé á undanhaldi. Þá segir hann að aldrei hafi fleiri farið í framhaldsskóla en á undanförnum árum og að framhaldsskólarnir hafi verið að útskrifa þaðan fleiri ungmenni en nokkru sinni fyrr.